Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 21:32 Áslaug Arna keypti snyrtivörur fyrir peninginn sem fólkið í Kringlunni gaf henni. Aðsend Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa. Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis. Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis.
Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira