Ráðherra fékk fyrsta gjafakort sinnar tegundar í heimunum Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 21:32 Áslaug Arna keypti snyrtivörur fyrir peninginn sem fólkið í Kringlunni gaf henni. Aðsend Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa. Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis. Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Í fréttatilkynningu um nýjungina segir að fjártæknilausnin sé frá nýsköpunarfyrirtækinu Leikbreyti, kallist Gift-to-wallet, og geri viðskiptavinum kleift að vera með gjafkortið í símaveskinu og sjá þar raunstöðu og fá áminningar um að nota kortið, sem minnki hættuna á því að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. Þetta sé stærsta innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfisins til þessa. Dragi úr kortunum og umbúðum Helsti kostur kerfisins sé að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í veski farsíma, Apple eða Google Wallet. Kerfið sé því mun umhverfisvænna þar sem það dragi úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður hafi einkennt gjafakort. Eins opni þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa, til dæmis um lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki. Þá haldi kortin utan um uppgjör við verslanir og gefi Kringlunni raunstöðu um ónotuð kort og innlausn. Óskaði öllum til hamingju Áslaug Arna tók við fyrsta kortinu við hátíðlega athöfn í Kringlunni í dag. „Mig langar að óska ykkur til hamingju með að vera í forystu þegar kemur að stafrænni tækni og nýsköpun og leiða þá vegferð að bjóða upp sterkari og betri þjónustu við fólk. Það sem Kringlan, Leikbreytir og öll nýsköpunarfyrirtæki eru alltaf að hugsa um er að bæta upplifun þeirra sem þau eru að þjónusta hverju sinni,“ er haft eftir henni Þá er haft eftir Ingu Rut Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, að innleiðing kerfisins sé mikilvægur hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan hafi verið á. Það sem heilli helst við lausnina sé hvernig hún skapi ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir. „Við erum afar þakklát fyrir það traust sem Kringlan sýnir Leikbreyti og Gift to wallet lausninni með stærstu innleiðingu okkar til þessa. Erlend stórfyrirtæki og verslunarmiðstöðvar hafa verið að sýna lausninni áhuga undanfarið. Kostirnir eru fjölmargir og við spáum meiri ánægju viðskiptavina sem og aukningu á gjafakortasölu í Kringlunni. Ég lít á uppsetninguna sem byltingu í íslenskri greiðslumiðlun,“ er loks haft eftir Yngva Tómassyni, framkvæmdastjóra Leikbreytis.
Fjártækni Kringlan Verslun Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira