Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað Kári Mímisson skrifar 5. október 2023 22:31 Einar vonsvikinn. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum verulega vonsvikinn með átta marka tap liðsins gegn FH í kvöld. Fram átti í miklum vandræðum í kvöld með sterk lið FH og fór oft illa að ráði sínu. „Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“ Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
„Þetta eru bara gríðarlega vonbrigði og ég er bara vonsvikinn. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega bara hálf orðlaus yfir frammistöðunni hjá okkur, þetta er ekki boðlegt í efstu deild. Við gátum ekkert í 60 mínútur. Arnór heldur okkur inni í þessum leik með frábærri markvörslu hér í kvöld. Í raun hefðum við átt skilið að tapa miklu stærra, það er bara þannig. Þessi áhlaup komu bara því við vorum að fá mjög góða markvörslu. Við gátum bara ekki neitt í þessum leik, þetta var andlaust og lélegt.“ En er Einar með einhverju svör hvernig hann getur bætt leik liðsins fyrir næsta leik? „Í raun og veru ekki. Ég held að svörin liggi bara hjá okkur sem liði. Ég er búinn að hafa þessa tilfinningu svolítið lengi. Við þurfum bara að takast á þessu sjálfir og ákveða hvaða leiðir við ætlum að fara og á hvaða vegferð við erum. Ég held að ég verið bara að vera heiðarlegur og það þýðir ekkert að fela það, þetta er ekki boðlegt. Þetta er ekki boðleg frammistaða í íþróttum yfir höfuð. Þetta eru stór orð en ég er bara gríðarlega vonsvikinn. Ég verð bara að segja það alveg eins og er.“ Þegar stutt var eftir af leiknum átti Fram möguleika á því að minnka muninn niður í tvö mörk en í stað þess gerðu gestirnir síðustu fimm mörk leiksins og unnu að lokum með átta mörkum. Einar segir það endurspegla andleysið í liðinu og telur að það hafi ekki verið mikið um jákvæða punkta hjá liðinu í kvöld. „Ég held að það endurspegli andleysið og aumingjaskapinn í okkur að þegar það eru rúmlega fimm mínútur eftir af leiknum þá gátum við komið þessu niður í tvö mörk en við gerum það ekki. Við áttum ekkert skilið og FH var miklu betri en við. Það var miklu meiri andi í þeirra liði og mér finnst eins og að þú sért að fiska eftir því að ég eigi að finna eitthvað jákvætt hjá okkur og það eina jákvæða sem ég get fundið í þessu er markvarsla, punktur. Það var bara ekki meira jákvætt í þessum leik nema bara markvarslan, ekki neitt annað.“ Varðandi framhaldið segist Einar vera áhyggjufullur eftir frammistöðuna í kvöld. Hann segir að liðið sé illa statt andlega og að hann hafi haft þá tilfinningu í einhvern tíma. „Ég er áhyggjufullur eins og staðan er í dag. Við erum búnir að spila núna við Val, Aftureldingu og FH sem eru allt saman frábær lið. Við erum auðvitað smá klaufar að fá ekki fleiri stig úr leikjunum gegn Val og Aftureldingu en ég var ekkert að búast við því að við myndum rúlla upp sex stigum úr þessum þremur leikjum, alls ekki. Frammistaðan hefur verið svona upp og ofan, kannski meira jákvæð heldur en neikvæð í síðustu tveimur leikjum en ég hef haft þessa tilfinningu í smá tíma. Áhyggjur mínar snúast aðallega að því hver staðan er á okkur andlega. Ég veit að við höfum mikil gæði í liðinu og eigum að geta kallað fram miklu betri frammistöðu en þetta. Þó að við hefðum tapað öllum leikjunum og gert það eins og menn þá væri maður fullur tilhlökkunnar og bjartsýnn á framhaldið en ég er það ekki í dag því miður.“
Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti