Birkir kemur til Heimkaupa frá Samskipum þar sem hann var viðskiptastjóri í útflutningi en áður starfaði hann hjá Arion banka sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði í fimm ár. Hann hefur lifað og hrærst í skákheiminum frá unga aldri en Birkir Karl hefur þjálfað skák hér á landi og úti í heimi í meira en áratug.
Meðal þeirra sem hann hefur þjálfað í skák er ungmenna landslið Ástralíu en hann tók við þjálfun liðsins árið 2017 og þjálfaði liðið í rúmt ár ásamt því að hafa stofnað Skákdeild Breiðabliks.
Frá árinu 2020 hefur Birkir Karl stýrt hlaðvarpinu Chess After Dark ásamt Leifi Þorsteinssyni en Chess After Dark er spjallþáttur um stjórnmál, fjármál, knattspyrnu og önnur samfélagsmál.
Birkir Karl er með BS gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun en hann leggur nú stund á MBA nám við Háskóla Íslands samhliða vinnu.
„Það er afar ánægjulegt að fá Birki Karl til liðs við okkur í viðskiptaþróun hjá Heimkaupum, hann er kraftmikill og frábær liðsauki við teymið okkar. Heimkaup hefur verið að efla þjónustu sína fyrir viðskiptavini og mikil tækifæri til vaxtar í viðskiptaþróun á næstunni,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa.