Leikurinn byrjað reyndar illa hjá Þjóðverjum en Christian Pulisic kom Bandaríkjunum yfir þvert gegn gangi leiksins raunar.
Ilkay Gundogan jafnaði hins vegar metin fyrir þýska liðið og Niclas Fullkrug og Jamal Musiala tryggðu Þýskalandi þægilegan sigur með mörkum sínum í seinni hálfleik.
Nagelsmann er að búa þýska liðið undir Evrópumótið næsta sumar en þar taka Þjóðverjar þátt sem gestgjafar mótsins.
Þýskaland mun mæta Mexíkó á þriðjudaginn kemur í Philadelphia.