„Þá er hún elsku besta Stjarna okkar fallin frá og farin í draumalandið. Síðustu dagar og vikur hafa verið afar erfiðir. Það tekur á að kveðja dýrið sitt, hluta af fjölskyldu okkar,“ segir Linda og birtir myndafærslu af Stjörnu með fjölskyldunni á Instagram.
Hundur á fyrsta farrými
Linda segir Stjörnu hafa fylgt henni hvert fótmál síðastliðin fimmtán ár, hún var hennar besti vinur.
„Hún elskaði að synda í sjónum, leika sér í snjónum, göngutúra, fara í saunu með mér, að borða (og matinn hennar Stellu líka!) og að vera með mömmu sinni. Þá var hún sátt. Stjarna ferðaðist um heiminn, var uppfærð í fyrsta farrými í flugi með mér bara af því hún var svo mikið æði og allir elskuðu hana. Hún bjó með okkur á Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada. Uppáhaldsstaðurinn hennar í öllum heiminum var Álftanes,“ segir Linda með sorg í hjarta.
„Það er tómlegt án hennar og við söknum hennar svo,“ segir Linda í lokin
