Agla María: Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 10:30 Agla María Albertsdóttir á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Sigurjón Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Danmörku annað kvöld í næstsíðasta heimaleiknum sínum í Þjóðadeildinni. Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira