Um er að ræða 273 fermetra eign á þremur hæðum. Eignin skiptist í anddyri, samliggjandi stofur og eldhús í stóru opnu alrými sem er með millipall yfir hluta rýmis, svefnherbergisgang, þrjú stór svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, geymsla og bílskúr.
Húsið er hannað að innan af Béton studio, arkitekta- og innanhúss hönnunarstúdíó, sem er í eigu Stellu, eins og hún er kölluð, og Hildi Árnadóttur arkitekt.


Svartar innréttingar og einfaldleiki ræður ríkjum og er útkoman hin glæsilegasta.
Mikil lofthæð í alrými sem samanstendur af eldhús, stofu og borðstofu. Á gólfum alrýmis er hvítlakkaður gegnheill Askur með svartri fúgu milli parkets og veggja.
Loft alrýmis er klætt viðarklæddum hljóðplötum og brjóta viðarbitar það upp sem gefur skemmtilegt útlit.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






Breyta og bæta fjölda eigna
Parið hefur flutt ótal sinnum og er hvergi nærri hætt. Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til þeirra á vormánuðum þegar húsið var nánast fokhelt.
Í upphafi þáttarins, sem má sjá brot úr hér að neðan, fór Sindri í heimsókn til fjölskyldunnar í nýtt raðhús í Fossvoginum en áður en sá þáttur var gefinn út fluttu þau í 260 fermetra stórglæsilega íbúð í miðborginni.