Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru skallamarki eftir sendingu Guðlaugs Victors Pálssonar. Heimamenn skoruðu fjögur mörk áður en varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen minnkaði muninn í 4-2. Nær komst Ísland ekki og tveggja marka tap niðurstaðan.
Mörkin: Ungu framherjarnir stóðu fyrir sínu í Slóvakíu

Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að komast yfir hvarf íslenska liðið einfaldlega og heimamenn gengu á lagið. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 4-2 | Sem betur fer er langt í mars
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir.

Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024.

Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt!
Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter.

Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland
Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári.

Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“
„Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins.

Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik
„Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum.

„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.