Þökk sé 3-0 sigri Tékklands á Moldóvu í kvöld er Ísland komið í umspilið. Ekki er ljóst hvaða þjóðum Ísland mætir en línur eru þó farnar að skýrast.
Þar sem umspilið snýr að Þjóðadeildinni þá þarf að draga hvort Ísland, Finnland eða Úkraína verði í A-deildar umspilinu. Ein af þessum tveimur þjóðum fer í A-umspilið en hinar í B.
Ef við endum í A-umspili er líklegast að við fáum útileik gegn Wales. Ef svo ótrúlega vill til að Wales komist beint á EM – Króatía tapi fyrir Armeníu á heimavelli og Wales vinni Tyrkland – þá fáum við Pólland.
Í B-umspilinu myndum við mæta Ísrael að öllum líkindum á hlutlausum velli vegna ástandsins í Ísrael og Palestínu. Með sigri gegn Ísrael myndi Ísland svo mæta Bosníu, Finnlandi eða Úkraínu í úrslitaleik
Það verða alltaf tvær viðureignir eins og í umspilinu fyrir EM 2022 þegar Ísland lagði Rúmeníu en féll úr leik gegn Ungverjalandi.
Dregið verður á fimmtudaginn og þegar ljóst er hvaða þjóðir komast í úrslit umspilsins verður dregið hvar sá leikur fer fram, það er hvor þjóðin spili heima og að heiman.
Fréttin hefur verið uppfærð.