Saga Garðarsdóttir og Páll Óskar eru í liði KR og Arnór Smárason og Sigrún Ósk skipa lið ÍA.
Þegar þessi lið mætast er oftast spenna og það var heldur betur málið á laugardaginn. Það munaði aðeins einu stigi á þeim fyrir lokaspurninguna og þá var spurt um nafn, nafn sem er erlent og er mjög algengt, bæði sem skírnarnafn og ættarnafn.
Samkvæmt hagfstofu ber enginn nafnið hér á Íslandi en aftur á móti er orð í íslensku sem hljómar svipað.
Hér að neðan má sjá hvernig þetta allt saman fór en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í heild sinni á veitum Stöðvar 2.