Tekjur jukust mikið en tapið áfram gríðarlegt Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Róbert Wessman er stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. NASDAQ Heildarsölutekjur Alvotech fyrstu níu mánuði ársins jukust í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Félagið tapaði þó 275,2 milljónum dollara, samanborið við 193,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta segir í fréttatilkynningu um birtingu uppgjörs félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Stjórnendur félagsins munu kynna uppgjörið og helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi í beinu streymi miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 13 að íslenskum tíma. Þar segir að meðal helstu áfanga þriðja ársfjórðung hafi verið veiting markaðsleyfis fyrir AVT04 í Kanada og Japan, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) á alþjóðlegum mörkuðum. Þá hafi lyfjastofnun Evrópu mælt með því að markaðsleyfi yrði veitt fyrir AVT04 í þrjátíu ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og það bíði nú samþykkis framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leyfi fyrir lyfið verðmæta gæti fengist fyrir lok febrúar Í tilkynningunni segir að markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu við Humira, og AVT04 í Bandaríkjunum velti aðeins á niðurstöðu úttektar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA), sem áætlað er að fari fram 10. til 19. janúar næstkomandi. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Tapið áfram mikið Í yfirliti yfir helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 segir að tap á tímabilinu hafi numið 275,2 milljónum dollara (1,21 dollara á hlut), samanborið við 193,1 milljón dollara (1,00 dollurum á hlut) á sama tímabili í fyrra. Þann 30. september síðastliðinn hafi félagið átt 68,3 milljónir dollara í lausu fé, að undanskildum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá hafi langtímaskuldir félagsins numið 912,1 milljón dollara, að meðtöldum næsta árs afborgunum að fjárhæð 13,6 milljónir dollara. Félagið hafi selt breytileg skuldabréf að andvirði 140 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, þarf af að andvirði 40 milljóna dollara til Teva Pharmaceuticals. Heildarsölutekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar hafi verið vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada. Áfangatekjur og aðrar tekjur hafi verið 8,2 milljónir dollara, samanborið við 48,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Lækkunin sé aðallega vegna þess að á sama tímabili í fyrra hafi áfangatekjur verið bókfærðar þegar klínískum rannsóknum á AVT04 lauk. Kostnaður vegna vörusölu hafi verið 104,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, en 35,4 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þessi kostnaður hafi fallið til vegna tekna af sölu AVT02 í Evrópu og Kanada. Rannsóknar og þróunarkostnaður hafi verið 152,8 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 133,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Aukninguna megi aðalega rekja til einskiptiskostnaðar að fjárhæð 18,5 milljónir dollara við uppsögn samnings við Biosana um sameiginlega þróun á AVT23 og 30,9 milljón dollara aukins kostnaðar við þróun AVT03, AVT05 og AVT06, en klínískar rannsóknir á þessum lyfjum hafi hafist á seinni hluta ársins 2022 og fyrri hluta þessa árs. Á móti hafi kostnaður lækkað, sérstaklega vegna verkefna þar sem klínískum rannsóknum er lokið, það er AVT02 og AVT04, um 28,3 milljónir dollara. Stjórnunarkostnaður hafi numið 58,6 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 156,5 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Lægri stjórnunarkostnað megi einkum rekja til kostnaðar við skráningu félagsins á markað á síðasta ári og minni útgjalda vegna lögfræðikostnaðar á sviði einkaleyfismála. Á móti hafi almennur stjórnunarkostnaður hækkað um 9,3 milljónir dollara vegna kostnaðarliða sem rekja má til þess að fyrirtækið er nú skráð á hlutabréfafmarkað. Þá hafi félagið bókfært 9 milljóna dollara kostnað vegna hlutabréfaréttinda til starfsmanna (e. Restricted Share Units) á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Alvotech Lyf Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um birtingu uppgjörs félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Stjórnendur félagsins munu kynna uppgjörið og helstu áfanga í rekstri á síðasta ársfjórðungi í beinu streymi miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 13 að íslenskum tíma. Þar segir að meðal helstu áfanga þriðja ársfjórðung hafi verið veiting markaðsleyfis fyrir AVT04 í Kanada og Japan, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna við Stelara (ustekinumab) á alþjóðlegum mörkuðum. Þá hafi lyfjastofnun Evrópu mælt með því að markaðsleyfi yrði veitt fyrir AVT04 í þrjátíu ríkjum evrópska efnahagssvæðisins og það bíði nú samþykkis framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Leyfi fyrir lyfið verðmæta gæti fengist fyrir lok febrúar Í tilkynningunni segir að markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu við Humira, og AVT04 í Bandaríkjunum velti aðeins á niðurstöðu úttektar Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA), sem áætlað er að fari fram 10. til 19. janúar næstkomandi. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025,“ er haft eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech. Tapið áfram mikið Í yfirliti yfir helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 segir að tap á tímabilinu hafi numið 275,2 milljónum dollara (1,21 dollara á hlut), samanborið við 193,1 milljón dollara (1,00 dollurum á hlut) á sama tímabili í fyrra. Þann 30. september síðastliðinn hafi félagið átt 68,3 milljónir dollara í lausu fé, að undanskildum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. Þá hafi langtímaskuldir félagsins numið 912,1 milljón dollara, að meðtöldum næsta árs afborgunum að fjárhæð 13,6 milljónir dollara. Félagið hafi selt breytileg skuldabréf að andvirði 140 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, þarf af að andvirði 40 milljóna dollara til Teva Pharmaceuticals. Heildarsölutekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar hafi verið vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada. Áfangatekjur og aðrar tekjur hafi verið 8,2 milljónir dollara, samanborið við 48,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Lækkunin sé aðallega vegna þess að á sama tímabili í fyrra hafi áfangatekjur verið bókfærðar þegar klínískum rannsóknum á AVT04 lauk. Kostnaður vegna vörusölu hafi verið 104,4 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, en 35,4 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Þessi kostnaður hafi fallið til vegna tekna af sölu AVT02 í Evrópu og Kanada. Rannsóknar og þróunarkostnaður hafi verið 152,8 milljónir dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 133,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra. Aukninguna megi aðalega rekja til einskiptiskostnaðar að fjárhæð 18,5 milljónir dollara við uppsögn samnings við Biosana um sameiginlega þróun á AVT23 og 30,9 milljón dollara aukins kostnaðar við þróun AVT03, AVT05 og AVT06, en klínískar rannsóknir á þessum lyfjum hafi hafist á seinni hluta ársins 2022 og fyrri hluta þessa árs. Á móti hafi kostnaður lækkað, sérstaklega vegna verkefna þar sem klínískum rannsóknum er lokið, það er AVT02 og AVT04, um 28,3 milljónir dollara. Stjórnunarkostnaður hafi numið 58,6 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 156,5 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Lægri stjórnunarkostnað megi einkum rekja til kostnaðar við skráningu félagsins á markað á síðasta ári og minni útgjalda vegna lögfræðikostnaðar á sviði einkaleyfismála. Á móti hafi almennur stjórnunarkostnaður hækkað um 9,3 milljónir dollara vegna kostnaðarliða sem rekja má til þess að fyrirtækið er nú skráð á hlutabréfafmarkað. Þá hafi félagið bókfært 9 milljóna dollara kostnað vegna hlutabréfaréttinda til starfsmanna (e. Restricted Share Units) á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.
Alvotech Lyf Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira