Slóvenía vann Ísland með sex marka mun í fyrsta leik liðanna á mótinu og spilaðist leikur Slóveníu og Angóla nánast eins. Slóvenía byrjaði mun betur og leiddi mest með sex mörkum í fyrri hálfleik. Sá munur var þó kominn niður í þrjú mörk í hálfleik, staðan 14-11.
Angóla minnkaði muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik en nær komust þær ekki og Slóvenía keyrði forystuna upp undir lok leiks, lokatölur 30-24.
Alja Varagic var markahæst í liði Slóveníu með 5 mörk. Isabel Guialo skoraði 6 í liði Angóla.
Önnur úrslit
- Tékkland 31-22 Argentína (H-riðill)
- Paragvæ 26-41 Svartfjallaland (B-riðill)
- Íran 22-45 Þýskaland (F-riðill)
- Kongó 20-40 Holland (H-riðill)
- Pólland 29-28 Japan (F-riðill)
- Ungverjaland 38-20 Kamerún (B-riðill)