Vala, eins og hún er alltaf kölluð, starfar sem dagskrárgerðarkona á Bylgjunni auk þess sem hún hefur komið víða að í tónlistarheiminum. Um árabil sá hún um útvarpsþætti á FM975 en byrjaði að starfa í útvarpi í heimabænum Akureyri aðeins fimmtán ára gömul. DV greinir fyrst frá.
Völu er margt til lista lagt og stóð hún uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti Allir geta dansað ásamt dansfélaga sínum Sigurði Má Atlasyni árið 2020.
Óskar Logi er einn reynslumesti rokkari landsins og hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006.
Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.
Þá hefur Óskar sagt frá því í Einkalífinu á Vísi hvernig aðdáendur hafa setið um sveitina erlendis.