Miðla upplýsingum til mögulegra kaupenda á Bylgjunni og Vísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2023 16:22 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Hann fer fyrir Gavia Invest hópnum sem á stærstan hlut í Sýn eða 16,79 prósent. Stærsti einstaki eigandi Gavia Invest er Reynir Grétarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Credit Info. Sýn Stjórn Sýnar hefur falið Kviku banka að annast vinnu við að miðla afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta á rekstrareiningunni „Vefmiðlar og útvarp“ hjá félaginu. Þetta ákveður stjórnin að lokinni greiningu Kviku banka á rekstri og virði nýstofnaðrar rekstrareiningar. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Stjórnin hefur samkvæmt þessu falið sérfræðingum hjá Kviku banka að sjá um upplýsingamiðlun til áhugasamra kaupenda á vef- og útvarpsmiðlum Sýnar. Undir Vefmiðla og útvarp heyrir meðal annars mest lesni vefmiðill landsins Vísir, útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X-ið, Já.is og Bland.is. Sex ár í eigu Vodafone Vodafone keypti stærstan hluta eigna 365 miðla af Ingibjörgu Pálmadóttur árið 2017. Þar á meðal fyrrnefndar útvarpsstöðvar, Stöð 2 og meðfylgjandi íþróttastöðvar og fréttastofuna að frátöldu Fréttablaðinu sem Ingibjörg seldi síðar Helga Magnússyni fjárfesti. Fréttablaðið varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Björn Víglundsson tók við kaup Vodafone á miðlunum við sem framkvæmdastjóri einingarinnar Vodafone miðla. Hann lét af störfum rúmu ári síðar. Við starfi hans tók Þórhallur Gunnarsson sem gegndi stöðunni þar til í júní síðastliðnum þegar hann lét af störfum. Deildin heyrði undir Yngva Halldórsson þáverandi forstjóra í nokkra mánuði eða þar til hann lét af störfum í október síðastliðnum. Það var svo í nóvember sem miðladeildinni var skipt upp í tvær deildir. Stöð 2 annars vegar í stjórn Evu Georgs Ásudóttur og Vefmiðlar og útvarp undir stjórn Vilborgar H. Harðardóttur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur, sem áður heyrði undir framkvæmdastjóra miðla, heyrir nú beint undir forstjóra. Páll Ásgrímsson, lögfræðingur Sýnar um árabil, er starfandi forstjóri síðan Yngvi lét af störfum. Hart tekist á um sæti í stjórninni „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar,“ sagði Jón Skaftason forsvarsmaður Gavia Invest í júlí 2022 þegar félagið keypti um fimmtán prósenta hlut í fyrirtækinu af Heiðari Guðjónssyni, þáverandi forstjóra Sýnar, sem lét af störfum við söluna. Gavia boðaði í framhaldi til hluthafafundar þar sem efnt var til stjórnarkjörs í lok ágúst 2022. Stjórnarkjörið fór ekki eins og hluthafar Gavia sáu fyrir sér. Aðeins Jón náði kjöri í stjórn en fjórir af fimm stjórnarmönnum voru endurkjörnir í stjórnina. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörinn stjórnarmaður. Stórir hluthafar kröfðust annars hluthafafundar í framhaldinu. Í aðdraganda hans hætti Petrea Ingileif við framboð vegna afarkosta sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar. Svo fór að þrír af fimm stjórnarmönnum sem voru hluti af hópi einkafjárfesta með nýlegan stóran hlut í fyrirtækinu náðu kjöri. Jón var kjörinn formaður stjórnar og nýir hluthafar komnir með meirihluta í stjórninni. Töluverðar breytingar hafa orðið innan fyrirtækisins eftir stjórnarskiptin eins og fjallað var um hér að ofan. Forstjóri, framkvæmdastjóri miðla auk mannauðsstjóra hafa öll hætt störfum svo dæmi séu nefnd. Tilkynningu Sýnar má sjá í heild að neðan: „Eins og fram kom í tengslum við uppgjör 3. ársfjórðungs 2023 hefur Sýn hf. nýverið skipt fjölmiðlaeignum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var Kviku banka hf. falið af hálfu stjórnar að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í uppgjöri á þriðja ársfjórðungi. Miðlum var skipt í tvær deildir en fréttastofan tilheyrir þeim báðum en heyrir undir forstjóra Sýnar. Stjórn Sýnar hefur á grundvelli þeirrar greiningar ákveðið að taka framtíðar eignarhald og stefnu Vefmiðla og útvarps til frekari skoðunar, en í því felst meðal annars miðlun afmarkaðra fjárhagsupplýsinga til mögulegra fjárfesta. Félagið hefur ráðið fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. til ráðgjafar við umrædda vinnu, þar með talið til að annast samskipti í tengslum við vænta upplýsingamiðlun. Nánar verður upplýst um framgang verkefnisins eftir því sem tilefni kann að gefast til og í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Stjórnin hefur samkvæmt þessu falið sérfræðingum hjá Kviku banka að sjá um upplýsingamiðlun til áhugasamra kaupenda á vef- og útvarpsmiðlum Sýnar. Undir Vefmiðla og útvarp heyrir meðal annars mest lesni vefmiðill landsins Vísir, útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X-ið, Já.is og Bland.is. Sex ár í eigu Vodafone Vodafone keypti stærstan hluta eigna 365 miðla af Ingibjörgu Pálmadóttur árið 2017. Þar á meðal fyrrnefndar útvarpsstöðvar, Stöð 2 og meðfylgjandi íþróttastöðvar og fréttastofuna að frátöldu Fréttablaðinu sem Ingibjörg seldi síðar Helga Magnússyni fjárfesti. Fréttablaðið varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Björn Víglundsson tók við kaup Vodafone á miðlunum við sem framkvæmdastjóri einingarinnar Vodafone miðla. Hann lét af störfum rúmu ári síðar. Við starfi hans tók Þórhallur Gunnarsson sem gegndi stöðunni þar til í júní síðastliðnum þegar hann lét af störfum. Deildin heyrði undir Yngva Halldórsson þáverandi forstjóra í nokkra mánuði eða þar til hann lét af störfum í október síðastliðnum. Það var svo í nóvember sem miðladeildinni var skipt upp í tvær deildir. Stöð 2 annars vegar í stjórn Evu Georgs Ásudóttur og Vefmiðlar og útvarp undir stjórn Vilborgar H. Harðardóttur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í ritstjórn Erlu Bjargar Gunnarsdóttur, sem áður heyrði undir framkvæmdastjóra miðla, heyrir nú beint undir forstjóra. Páll Ásgrímsson, lögfræðingur Sýnar um árabil, er starfandi forstjóri síðan Yngvi lét af störfum. Hart tekist á um sæti í stjórninni „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar,“ sagði Jón Skaftason forsvarsmaður Gavia Invest í júlí 2022 þegar félagið keypti um fimmtán prósenta hlut í fyrirtækinu af Heiðari Guðjónssyni, þáverandi forstjóra Sýnar, sem lét af störfum við söluna. Gavia boðaði í framhaldi til hluthafafundar þar sem efnt var til stjórnarkjörs í lok ágúst 2022. Stjórnarkjörið fór ekki eins og hluthafar Gavia sáu fyrir sér. Aðeins Jón náði kjöri í stjórn en fjórir af fimm stjórnarmönnum voru endurkjörnir í stjórnina. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var kjörinn stjórnarmaður. Stórir hluthafar kröfðust annars hluthafafundar í framhaldinu. Í aðdraganda hans hætti Petrea Ingileif við framboð vegna afarkosta sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar. Svo fór að þrír af fimm stjórnarmönnum sem voru hluti af hópi einkafjárfesta með nýlegan stóran hlut í fyrirtækinu náðu kjöri. Jón var kjörinn formaður stjórnar og nýir hluthafar komnir með meirihluta í stjórninni. Töluverðar breytingar hafa orðið innan fyrirtækisins eftir stjórnarskiptin eins og fjallað var um hér að ofan. Forstjóri, framkvæmdastjóri miðla auk mannauðsstjóra hafa öll hætt störfum svo dæmi séu nefnd. Tilkynningu Sýnar má sjá í heild að neðan: „Eins og fram kom í tengslum við uppgjör 3. ársfjórðungs 2023 hefur Sýn hf. nýverið skipt fjölmiðlaeignum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var Kviku banka hf. falið af hálfu stjórnar að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps. Úr kynningu Sýnar sem fylgdi tilkynningu til Kauphallar í uppgjöri á þriðja ársfjórðungi. Miðlum var skipt í tvær deildir en fréttastofan tilheyrir þeim báðum en heyrir undir forstjóra Sýnar. Stjórn Sýnar hefur á grundvelli þeirrar greiningar ákveðið að taka framtíðar eignarhald og stefnu Vefmiðla og útvarps til frekari skoðunar, en í því felst meðal annars miðlun afmarkaðra fjárhagsupplýsinga til mögulegra fjárfesta. Félagið hefur ráðið fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. til ráðgjafar við umrædda vinnu, þar með talið til að annast samskipti í tengslum við vænta upplýsingamiðlun. Nánar verður upplýst um framgang verkefnisins eftir því sem tilefni kann að gefast til og í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira