Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. desember 2023 16:04 Atriðið fræga og nú umdeilda úr Home Alone 2. Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi segir á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social, að það hafi raunar verið öfugt. Framleiðendur myndarinnar hafi grátbeðið hann um að vera með í myndinni. Kvikmyndin kom út árið 1992 og er framhaldsmynd einnar frægustu jólamyndar í heimi. Þar fer Macaulay Culkin með hlutverk Kevin McCallister í annað sinn en í þetta sinn er hann einsamall í New York. Atriðið sem um ræðir á sér stað á hótelinu þar sem Kevin gistir, Plaza hótelinu í New York borg. Þar hittir hann viðskiptajöfurinn og bað hann um aðstoð. „Þau leigðu Plaza hótelið í New York, sem ég átti á þessum tíma. Ég var mjög upptekinn og ég vildi ekki gera þetta. Þau voru mjög almennileg en fyrst og fremst þrjósk,“ segir forsetinn á samfélagsmiðlinum. „Ég samþykkti og svo fór sem fór. Þetta litla hlutverk hefur undið upp á sig og myndinni gekk ótrúlega vel og er enn mjög vinsæl um jólin. Fólk hringir í mig í hvert sinn sem hún er sýnd.“ Ekki er ljóst hvers vegna forsetinn tjáir sig um ummæli leikstjórans nú en í umfjöllun Guardian kemur fram að hann hafi tjáð sig um málið fyrir þremur árum síðan, árið 2020. Þar fullyrti leikstjórinn að Trump hefði beitt tuddaskap. „Hann beitti tuddaskap til að fá að vera með í myndinni. Hann sagði: „Þið fáið bara að nota Plaza ef ég er með í myndinni.“ Trump segir nú að það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Hann fullyrðir að líklega hafi hlutverkið aukið vinsældir myndarinnar. „Ef þeim fannst ég beita tuddaskap, hvers vegna höfðu þau mig með og héldu mér þarna svo í meira en þrjátíu ár? Af því að ég var, og er enn, frábær í myndinni, það er vegna þess! Þetta er bara enn einn Hollywood gaur fortíðar að mala gull á Trump frægðinni.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira