Segir Ísland geta komið á óvart á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 15:01 Simon Pytlick varð heimsmeistari með danska landsliðinu fyrir ári síðan og ætlar sér einnig gull á EM. EPA-EFE/Adam Warzawa Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira