„Það á að birta hann bráðlega,“ sagði Rodgers um listann á The Pat McAfee Show í gær. „Það er hellingur af fólki, þeirra á meðal Jimmy Kimmel, sem eru að vona að hann verði ekki birtur.“
Kimmel birti brot úr fyrrnefndum þætti á X, áður Twitter, og neitaði ásökununum.
„Kæri fáviti... til að það sé skýrt; ég hvorki hitti, flaug með, heimsótti né átti í neinum samskiptum við Epstein né munt þú finna nafn mitt á neinum „lista“ öðrum en þeirri vitleysu sem mjúk-heila klikkhausar á borð við þig geta ekki aðgreint frá raunveruleikanum,“ sagði Kimmel.
Hann sagði ummæli Rodgers stofna fjölskyldu sinni í hættu og hótaði málaferlum ef hann héldi staðhæfingum sínum til streitu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kimmel og Rodgers deila en spjallþáttastjórnandinn hefur meðal annars gert grín að leikstjórnandanum fyrir afstöðu hans til bólusetninga.
Dear Aasshole: for the record, I ve not met, flown with, visited, or had any contact whatsoever with Epstein, nor will you find my name on any list other than the clearly-phony nonsense that soft-brained wackos like yourself can t seem to distinguish from reality. Your reckless https://t.co/p8eug12uiS
— Jimmy Kimmel (@jimmykimmel) January 2, 2024