Skipulagðar gönguferðir slá í gegn á nýju ári Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2024 13:30 Guðrún Svava gekk fyrsta legg leiðarinnar í desember með nokkrum vinum sínum í dásamlega fallegu veðri. Guðrún Svava Viðarsdóttir Mikill áhugi er fyrir allskonar skipulögðum gönguferðum um landið nú í upphafi árs. Ein af göngunum er raðganga í þremur hlutum á milli vita þar sem Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn koma við sögu. Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Það er gaman að sjá hvað það er mikill áhugi á allskonar útivistarferðum á nýju ári enda eitthvað af þeim orðnar uppseldar nú þegar á meðan það er verð að skrá í aðrar ferðir. Oft er um dagsferðir að ræða, helgarferðir eru líka vinsælar og svo eru alltaf einhverjir sem ákvaða að fara í vikuferð eða lengri ferðir um hálendið. Guðrún Svava Viðarsdóttir er ein af fararstjórnum hjá Útivist en hún er núna að skipuleggja svokallaða vitagöngu þar sem gengið er frá Selvogsvita í Selvogi að Knarrarósvita rétt við Stokkseyri á þremur helgum, dagsferð í hvert skipti. „Hver leggur er svona um15 til 20 kílómetrar. Það fer svolítið eftir því hversu mikið þú nærð að þræða ströndina,“ segir Guðrún Svava. Fyrsta gangan er frá Selvogsvita í Þorlákshöfn, önnur gangan er frá Þorlákshöfn að Óseyrarbrú og þriðji og síðasti leggurinn er frá Óseyrarbrú að Knarrarósvita. Guðrún Svava Viðarsdóttir göngugarpur og fararstjóri hjá Útivist.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er tilgangur svona ferðar? „Þarna er náttúrulega útivistin og að komast á nýja staði. Það eru ekkert allir sem koma til að ganga strandir landsins, fólk er meira að fara upp á fjöll. Þarna erum við að kynnast nýjum stöðum og labba eitthvað nýtt. Þetta er létt gönguleið en ég fór fyrsta legginn í byrjun desember og jú, jú, þetta er alveg sex klukkutíma ganga og allt að 20 kílómetrum en þetta er ekkert erfið ganga,“ segir Guðrún Svava. Fyrsti leggur vitagöngunnar hefst næsta laugardag, eða 13. janúar og svo verður haldið áfram næstu tvær helgar á eftir. En hvað er það að gefa Guðrún Svövu að vera fararstjóri í svona ferðum eða öðrum ferðum hjá Útivist? „Bara allt, gleði, þrek og vera með fólki og maður einhvern veginn endurnærist á þessu.“ Allar upplýsingar um vitaferðina er að vinna hér á þessari slóð
Ölfus Árborg Heilsa Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira