Littler komst í úrslit á sínu fyrsta heimsmeistaramóti þar sem hann beið lægri hlut fyrir Luke Humphries. Aldrei hefur jafn ungur keppandi komist jafn langt á HM.
Littler er orðinn gríðarlega vinsæll sem sést best á aukningu á þeim sem fylgjast með honum á Instagram. Fylgjendur hans eru nú orðnir rúmlega milljón. Hann er fyrsti pílukastarinn sem nær slíkum fylgjendafjölda.
World Championship honours may have evaded him, but Luke Littler is winning the social media race -'The Nuke' is the first darter ever to surpass ONE MILLION followers on Instagram! pic.twitter.com/UWc8rQ61E8
— BBC Sport (@BBCSport) January 9, 2024
Allir vilja Littler kveðið hafa og fyrirtæki keppast nú um að fá hann til að auglýsa vörur sínar. Þá bauð framleiðslufyrirtæki boxarans Anthonys Joshua margar milljónir til að fá að gera bíómynd um ævi Littlers.
Littler, sem verður sautján ára 21. janúar, hefur nóg fyrir starfni á næstunni en hann er meðal annars kominn með keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti þar sem bestu pílukastarar heims mætast.
Auk Littlers keppa heimsmeistarinn Humphries, Michael van Gerwen, Gerwyn Price, Rob Cross, Michael Smith, Peter Wright og Nathan Aspinall í úrvalsdeildinni í pílukasti hefst þann 1. febrúar næstkomandi.