Overmars fékk bannið í heimalandi sínu fyrir að senda kvenkyns starfsmönnum Ajax óviðeigandi skilaboð.
Overmars banned from world football over inappropriate behaviour https://t.co/O0o4g4JXja pic.twitter.com/DsmoP8wOIA
— Reuters (@Reuters) January 10, 2024
Hann rekinn óvænt frá Ajax í febrúar 2022 þrátt fyrir góðan árangur í starfi. Fljótlega kom þó sannleikurinn í ljós en Overmars hefur síðan ráðið sig sem yfirmann knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp.
„Ég skammast mín,“ sagði Marc Overmars þegar skilaboð hans komu fram í dagsljósið.
Hollenskur dómstóll setti Oversmars í eins árs bann frá fótbolta fyrir nokkrum mánuðum en þar sem nýja starfið hans var í Belgíu hélt hann áfram sínu striki þar.
Hollenska knattspyrnusambandið sendi málið aftur á móti til FIFA sem hefur núna ákveðið að bannið hans gildi út um allan heim.
Royal Antwerp technical director Marc Overmars has had his ban extended to global by FIFA. It follows a Dutch tribunal suspending him for two years (one suspended) last November.
— Ben Jacobs (@JacobsBen) January 10, 2024
Overmars sent "a series of inappropriate messages to several female colleagues" when director of pic.twitter.com/XJQ2VVi7He
Marc Overmars lék á sínum tíma meðal annars með Ajax, Arsenal og Barcelona en hann lék 86 landsleiki fyrir Holland og varð enskur meistari og bikarmeistari með Arsemal tímabilið 1997-98.