Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag og lék allan leikinn á miðri miðjunni. Guðný Árnadóttir, sem leikur með AC Milan, var aftur á móti ekki í leikmannahópi liðsins í dag en hún hafði komið við sögu í tíu leikjum liðsins af ellefu fyrir leikinn í dag og byrjað sex þeirra.
Með sigrinum heldur Juventus pressu á toppliði Róma en fjórum stigum munar á liðunum. Róma getur þó aukið við forskotið en liðið, sem er taplaust í deildinni enn sem komið er, tekur þessa stundina á móti Pomigliano sem er í næst neðsta sæti með aðeins einn sigur í sarpnum eftir ellefu umferðir.
Staðan hjá Guðnýju og félögum í AC Milan er aftur á móti ekki upp á marga fiska, en liðið er í 8. sæti sem er fallsæti, með aðeins tíu stig eftir tólf umferðir.