Ætla ekki að bjóða upp á útsýnisflug yfir gosið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2024 22:02 „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir, flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. RAX Forsvarsmenn þyrlufyrirtækisins HeliAir Iceland hafa ákveðið að bjóða ekki upp á útsýnisflug á meðan óvissan er mikil varðandi hús og eignir fólks í Grindavík eftir að eldgos hófst í morgun. Hugur fyrirtækisins er hjá Grindvíkingum. Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eldgos hófst norðan nýrra varnargarða nærri Grindavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Önnur sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna upp úr hádegi og náði hraunið byggð síðdegis. Hraunflægðið hefur náð til húsa yst í byggðinni og óvíst hvernig fer. Forsætisráðherra boðar aukinn stuðning fyrir Grindvíkinga, fjárhagslegan og sálrænan. Forseti Íslands segir Íslendinga ekki gefast upp. Síminn byrjaði að hringja Þyrlufyrirtækið HeliAir Iceland byrjaði í morgun að fá símtöl frá áhugasömu fólki um þyrluflug yfir eldgosið. Svar þyrlufyrirtækisins við þeirri beiðni var nei. „Við vorum búnir að ræða þetta innanhúss hjá okkur fyrir svolitlu síðan að ef til þess kæmi að færi að gjósa þarna, eignir og hús fólks færu að brenna, þá færum við ekkert að selja inn á það,“ segir Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður og flugrekstrarstjóri hjá HeliAir Iceland. Fyrirtækið er eitt tveggja íslenskra á markaðnum en auk þeirra eru fleiri erlend fyrirtæki með flugrekstarleyfi hér á landi. Þau hafi sum hver byrjað að auglýsa í morgun að sögn Reynis. Hann segir að á einhverjum tímapunkti muni fyrirtækið endurskoða ákvörðun sína en ekki á meðan óvissan sé svona. Einróma samþykkt í stjórn „Á meðan ekkert er vitað hvað er að fara að gerast þarna þá erum við bara rólegir,“ segir Reynir. Ákvörðunin um þetta hafi verið tekin þegar fór að gjósa fyrir jól. Stjórn hafi einróma samþykkt þetta. Áhuginn sé mikill á flugi nú og önnur fyrirtæki hamist og fleyti rjómann af gosfluginu. „Okkur finnst þetta snúast um meira en bara það. Þetta snýst ekki bara um stundargróðasjónarmið í núinu. Þetta er aðeins meira en það.“ Fyrirtækið hafi þó flogið með fréttafólk Ríkisútvarpsins yfir svæðið í dag. „Ef við fljúgum eitthvað þá er það í fréttaöflun, ekki útsýnisflug.“ Töluverður munur sé á því að aðstoða við upplýsingaöflun en að fara í skemmtiferðir yfir svæði þar sem heimili fólks verði eldri að bráð. Mikil samkeppni í þyrlubransanum Auk íslensku fyrirtækjanna HeliAir Iceland og Norðurflugs eru Reykjavik Helicopters og Glacier Heli rekin á flugrekstrarleyfi HeliTrans frá Noregi, Atlantsflug á þýsku leyfi og loks Volcano Heli á austurrísku leyfi. Fréttastofu er ekki kunnugt um fyrirætlanir allra þessara fyrirtækja. Flugbann er í tveggja mílna radíus við eldgosið. Reynir segir þó vel hægt að sjá hamfarirnar vel úr slíkri fjarlægð. „Það er alveg nóg til að sjá bæinn brenna.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira