Sola stendur þétt við bakið á skúrki Svartfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2024 12:30 Gamli landsliðsmarkvörður Króatíu, Vlado Sola, þjálfar lið Svartfjallalands. getty/Peter Kneffel Landsliðsþjálfari Svartfjallalands í handbolta, Vlado Sola, neitaði að kenna Luka Radovic um tapið fyrir Íslandi, 30-31, í C-riðli Evrópumótsins í gær. Svartfellingar eru úr leik eftir tvö naum töp í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM. Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Þegar ein og hálf mínúta var eftir fóru Svartfellingar í sókn eftir misheppnað skot Bjarka Más Elíssonar. Radovic hljóp þá á sig þegar hann fór inn á og Svartfjallaland var því með átta leikmenn á gólfinu. Boltinn var dæmdur af þeim og Radovic fékk brottvísun. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði í næstu sókn Íslendinga sem vörðust svo síðustu sókn Svartfellinga vel og unnu eins marks sigur, 30-31. Milos Vujovic, vinstri hornamaður Svartfjallalands, sagði að samherjar hans hefðu fellt tár eftir leikinn. „Við stöndum eftir með slæma tilfinningu. Ef ég á að vera heiðarlegur hef ég hef samherja mína gráta. Við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar núna. Leikurinn var svo mikilvægur fyrir okkur og við vildum svo sannarlega vinna,“ sagði Vujovic við TV 2 í Danmörku. „Ég sá ekki hvað gerðist en þessi mistök voru svo dýr fyrir okkur. Ég vona að við verðum einbeittari í næsta leik því þetta voru heimskuleg mistök. Við getum ekki boðið upp á þetta.“ Sola sýndi Radovic stuðning eftir leikinn og vildi ekki kenna honum um ófarirnar. „Allir gera mistök og við munum styðja hann. Af hverju ekki? Hlutir gerast. Þannig er það í lífinu. Mistök gerast á vellinum og hann hefur allan minn stuðning,“ sagði Sola. Þrátt fyrir að Svartfjallaland sé úr leik á EM getur liðið enn haft mikil áhrif í C-riðli. Ef Svartfellingar ná stigi af Serbum á morgun verða Íslendingar öruggir með sæti í milliriðli fyrir leikinn gegn Ungverjum annað kvöld. Sola kvaðst annars hreykinn af sínum leikmönnum, þrátt fyrir að þeir séu án stiga eftir fyrstu tvo leikina á EM. „Ég er stoltur af strákunum mínum því þeir hafa sýnt öllum að þeir eru með stórt hjarta. Og þeir kunna að spila handbolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira