Ítalska félagið tilkynnti það á miðlum sínum í morgun að Mourinho væri hættur sem þjálfari liðsins frá og með deginum í dag. Hann og allt starfsliðið hans lætur af störfum.
Það hefur oft mikið gengið á hjá Portúgalanum í Róm og hann fékk á dögunum rautt spjald í tveimur leikjum í röð vegna mótmæla við dómara.
Liðið er í níunda sæti ítölsku deildarinnar, 22 stigum frá toppsætinu en bara fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Mourinho vann Sambandsdeildin með Roma vorið 2022 sem var fyrsti titil félagsins í Evrópu síðan 1961. Hann fór líka með Roma liðið alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir Sevilla í vítakeppni.
Hinn sextugi Mourinho tók við Roma árið 2021 eftir að hafa stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham á árunum 2013 til 2021.
Bestum árangri náði Mourinho með Porto (2002-04), Chelsea (2004-07) og Internazionale (2008-10) en þaðan fór hann til Real Madrid.