Gengi flestra félaga hefur verið á uppleið undanfarna mánuði og Kauphöllin því heldur verið græn en rauð á því tímabili. Í morgun blasir aftur á móti við heldur rauðar tölur til marks um að gengi félaga sé að falla. Engin stórkostleg viðskipti eru á bak við breytinguna.
Fasteignafélagin Eik og Reitir hafa lækkað mest það sem af er degi eða um 2,5 prósent. Gengi Icelandair og námufyrirtækisins Amaroq minerals hefur lækkað um tvö prósent.
Eftir það sem virtist gott gengi í viðræðum breiðfylkingar stærstu stéttarfélaga og landssambanda við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur er komið annað og verra hljóð í koppinn. Virðist sem samningsaðilar séu á öndverðum meiði þegar kemur að krónutöluhækkun.