Miðjumaðurinn Kristian Nökkvi var í byrjunarliði Ajax sem hóf leikinn af krafti. Jordan Henderson, nýjasti leikmaður Ajax var ekki í leikmannahópnum en var á svæðinu.
Good to see you, Hendo! pic.twitter.com/Y5H2Qh9KUN
— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024
Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9. mínútu skoraði Brian Brobbey eftir undirbúning Steven Bergwijn. Gestirnir jöfnuðu hins vegar skömmu síðar en svo tóku heimamenn öll völd á vellinum.
Brobbey, sem hefur verið orðaður við Manchester United, kom heimamönnum yfir á nýjan leik þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Að þessu sinni var Kenneth Taylor með stoðsendinguna. Staðan 2-1 í hálfleik og segja má að heimamenn hafi gert út um leikinn þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn.
Þar var að verki Kristian Nökkvi með frábæru skoti eftir góðan undirbúning frá Arjany Martha. Var þetta fimmta deildarmark unga miðjumannsins á leiktíðinni. Brobbey fékk svo tækifæri til að fullkomna þrennu sína þegar Ajax fékk vítaspyrnu en markvörður gestanna, Etienne Vaessen, varði vel.
Kristian Nökkvi var tekinn af velli á 79. mínútu en Steven Berghuis bætti fjórða markinu við áður en flautað var til leiksloka, lokatölur í Amsterdam 4-1 Ajax í vil.
— AFC Ajax (@AFCAjax) January 21, 2024
Eftir ömurlega byrjun á leiktíðinni er Ajax komið upp í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sex stigum frá Alfons Sampsted og félögum í Twente sem sitja í 3. sæti.