Marie-Louise varð þá fyrsta konan til að stýra liði í þýsku Bundesligunni. Hún stýrði þá liði Union Berlin í 1-0 sigri á Darmstadt.
Co-Trainerin Marie-Louise Eta vor der Partie #FCUSVD.#fcunion
— 1. FC Union Berlin (@fcunion) January 27, 2024
Nenad Bjelica er og verður þjálfari liðsins en hann tók út leikbann í leik helgarinnar.
Hann fékk bannið fyrir að slá til Bayern München leikmannsins Leroy Sane í leiknum á undan.
Eta er 32 ára gömul og varð aðstoðarþjálfari Berlínarliðsins í vetur. Hún hafði áður þjálfað yngri landslið Þýskalands.
Eta var sjálf leikmaður og vann Meistaradeildina með Turbine Potsdam árið 2010 og þýsku deildina þrisvar sinnum.
Marie-Louise Eta se convirtió en la primera mujer en dirigir y ganar un partido en la Bundesliga.
— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) January 28, 2024
Triunfó 1-0 en su presentación con el Unión Berlín contra el Darmstadt. pic.twitter.com/98GxWiZHD6