Albert hefur skorað 11 mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 22 leikjum á leiktíðinni. Talið er að Genao vilji fá 25-30 milljónir fyrir Íslendinginn.
Ítalski blaðamaðurinn Nicolò Schira greindi frá því fyrr í kvöld að Genoa hefði hafnað 20 milljón evra tilboði frá Fiorentina.
#Genoa have turned down an important bid (around 20M) for Albert #Gudmundsson from #Fiorentina. Some english clubs and #Juventus are also interested in icelandic player for the next season. #transfers
— Nicolò Schira (@NicoSchira) January 29, 2024
Talið er að ítölsk stórlið á borð við Napolí, Juventus og Inter séu öll að fylgjast með stöðu mála hjá Alberts. Þá hafa ensk félög á borð við Aston Villa og West Ham United einnig verið í umræðunni.
Nýliðar Genoa eru í 11. sæti Serie A með 28 stig, tíu frá fallsæti, að loknum 22 leikjum. Samningur Alberts rennur út sumarið 2027 en hann skrifaði undir framlengingu undir lok síðasta árs.