Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 16:03 Hafdís Hrönn, Sigmar og Orri Páll eru öll sammála um að íslenska ríkið eigi að halda áfram að styðja við UNRWA. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu stofnunarinnar í New York sagði í morgun starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina sem er stærst alla hjálparsamtaka á Gasa. Almenningur og aðrar hjálparstofnanir reiða sig á UNRWA á Gasa. Auk þess að starfa þar starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. Utanríkisráðherra tilkynnti nýlega að framlög til stofnunarinnar yrðu settar á stopp á meðan rannsökuð er aðild um tólf eða þrettán starfsmanna stofnunarinnar að hryðjuverkum Hamas í Ísrael þann 7. Október. Gréta og þingmennirnir þrír ræddu málið í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Orri Páll hóf umræðuna og sagði það morgunljóst að stofnunin væri lykilstofnun á Gasa. „Þetta er algjört bakbein og miðað við þær hörmungar sem þarna geisa, og miðað við getuleysi alþjóðasamfélagsins að stíga inn og stöðva það. Þá getum við ekki treyst á annað en á alþjóðastofnanirnar okkar,“ sagði hann og að við yrðum að halda áfram stuðningi við UNRWA þrátt fyrir rannsókn á aðild nokkurra starfsmanna að hryðjuverkaárásum Hamas í Ísrael. Hann vildi ekki gera lítið úr ásökunum en sagði málið vera til rannsóknar. Afleitt að ákvörðun hafi verið tekin án samráðs „En í tilfelli þeirra tveggja milljóna, rúmlega, sem eru þarna hraktar fram og tilbaka í þessu lokaða stærsta fangelsi heims þá á það fólk að njóta vafans.“ Þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína gagnrýndi Hafdís Hrönn að ekkert samráð hefði verði haft við utanríkismálanefnd. Spurð um sína afstöðu í dag sagði hún afleitt að ákvörðunin hefði verið tekin án samráðs. Hún hefði kosið að utanríkismálanefnd hefði fengið upplýsingar um þetta svo hægt væri að ræða þetta áður en tilkynnt var um hana. „En eins og ég segi, þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum áfram þessum stuðningi og að þetta mál verði ekki til þess að þetta fólk, sem er í rosalega viðkvæmri stöðu, verði fyrir skaða af því að þessir starfsmenn UNRWA hafi gert það sem þeir gerðu.“ Aukin skylda á utanríkisráðherra Sigmar sagði hvíla aukna lagaskyldu á utanríkisráðherra að eiga samráð við utanríkismálanefnd og að allt sem viðkemur viðbrögðum yfirvalda hvað varðar Ísrael og Palestínu kalli á að slíkt samráð sé átt. Hann telur að Bjarni hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun svo fljótt. Þá sagði hann þetta sérstaklega bagalegt því Alþingi hafi nýlega samþykkt ályktun um aukna mannúðaraðstoð á Gasa og stöðvun átaka. Spurð hvaða afleiðingar þessi ákvörðun hefði sögðu bæði Orri Páll og Hafdís, sem tilheyra flokkum sem eru í ríkisstjórn, að það hefði komið fram að lokaákvörðun hefði ekki verið tekin. Framlögin gætu enn borist á réttum tíma og það hafi engin endanleg ákvörðun verið tekin um að hætta að styrkja stofnunina. Spurð hvað gerist ef að rannsókn leiði það í ljós að starfsmenn UNRWA hafi verið viðriðnir hryðjuverkaárásina í Ísrael þann 7. Október sé það ný staða sem þurfi að takast á við. Það voru Hafdís og Orri Páll sammála um. „Fólkið verður að fá að njóta vafans og viðbrögð Sameinuðu þjóðanna í þessu máli hafa verið mjög trúverðug og við verðum að treysta því að það verði leitt til lykta með skýrum hætti,“ sagði Hafdís Hrönn. Hún sagði að á sama tíma væri það afleitt að almenningur á Gasa þurfi öll að þjást vegna ákvarðana nokkurra starfsmanna stofnunarinnar. Sigmar tók undir það og sagði mjög mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem við þurfum að gera. Sem sé að aðstoða fólk sem sé „verið að sprengja í tætlur“. Það sé ekki hægt að skera niður stuðning án þess að eiga um það samtal á réttum vettvangi. Hann gagnrýndi það mjög hvernig utanríkisráðherra fór fram í málinu og sagði það draga úr trúverðugleika að hann hafi ekki rætt málið við aðra ráðherra í ríkisstjórn eða formenn annarra flokka í ríkisstjórn. Sigmar sagði fulla ástæðu fyrir ráðherra til að eiga meira og betra samstarf um þessi mál. „Þarna var það bara þannig að utanríkisráðherra hljóp á sig. Hann gerði þetta í trássi við vilja Alþingis. Hann gerði þetta í trássi við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og mér finnst hann bara eiga að viðurkenna það,“ sagði Sigmar. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Orra Pál, Sigmar og Hafdísi hér að ofan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gréta Gunnarsdóttir yfirmaður sendiskrifstofu stofnunarinnar í New York sagði í morgun starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina sem er stærst alla hjálparsamtaka á Gasa. Almenningur og aðrar hjálparstofnanir reiða sig á UNRWA á Gasa. Auk þess að starfa þar starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. Utanríkisráðherra tilkynnti nýlega að framlög til stofnunarinnar yrðu settar á stopp á meðan rannsökuð er aðild um tólf eða þrettán starfsmanna stofnunarinnar að hryðjuverkum Hamas í Ísrael þann 7. Október. Gréta og þingmennirnir þrír ræddu málið í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Orri Páll hóf umræðuna og sagði það morgunljóst að stofnunin væri lykilstofnun á Gasa. „Þetta er algjört bakbein og miðað við þær hörmungar sem þarna geisa, og miðað við getuleysi alþjóðasamfélagsins að stíga inn og stöðva það. Þá getum við ekki treyst á annað en á alþjóðastofnanirnar okkar,“ sagði hann og að við yrðum að halda áfram stuðningi við UNRWA þrátt fyrir rannsókn á aðild nokkurra starfsmanna að hryðjuverkaárásum Hamas í Ísrael. Hann vildi ekki gera lítið úr ásökunum en sagði málið vera til rannsóknar. Afleitt að ákvörðun hafi verið tekin án samráðs „En í tilfelli þeirra tveggja milljóna, rúmlega, sem eru þarna hraktar fram og tilbaka í þessu lokaða stærsta fangelsi heims þá á það fólk að njóta vafans.“ Þegar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, tilkynnti um ákvörðun sína gagnrýndi Hafdís Hrönn að ekkert samráð hefði verði haft við utanríkismálanefnd. Spurð um sína afstöðu í dag sagði hún afleitt að ákvörðunin hefði verið tekin án samráðs. Hún hefði kosið að utanríkismálanefnd hefði fengið upplýsingar um þetta svo hægt væri að ræða þetta áður en tilkynnt var um hana. „En eins og ég segi, þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum áfram þessum stuðningi og að þetta mál verði ekki til þess að þetta fólk, sem er í rosalega viðkvæmri stöðu, verði fyrir skaða af því að þessir starfsmenn UNRWA hafi gert það sem þeir gerðu.“ Aukin skylda á utanríkisráðherra Sigmar sagði hvíla aukna lagaskyldu á utanríkisráðherra að eiga samráð við utanríkismálanefnd og að allt sem viðkemur viðbrögðum yfirvalda hvað varðar Ísrael og Palestínu kalli á að slíkt samráð sé átt. Hann telur að Bjarni hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun svo fljótt. Þá sagði hann þetta sérstaklega bagalegt því Alþingi hafi nýlega samþykkt ályktun um aukna mannúðaraðstoð á Gasa og stöðvun átaka. Spurð hvaða afleiðingar þessi ákvörðun hefði sögðu bæði Orri Páll og Hafdís, sem tilheyra flokkum sem eru í ríkisstjórn, að það hefði komið fram að lokaákvörðun hefði ekki verið tekin. Framlögin gætu enn borist á réttum tíma og það hafi engin endanleg ákvörðun verið tekin um að hætta að styrkja stofnunina. Spurð hvað gerist ef að rannsókn leiði það í ljós að starfsmenn UNRWA hafi verið viðriðnir hryðjuverkaárásina í Ísrael þann 7. Október sé það ný staða sem þurfi að takast á við. Það voru Hafdís og Orri Páll sammála um. „Fólkið verður að fá að njóta vafans og viðbrögð Sameinuðu þjóðanna í þessu máli hafa verið mjög trúverðug og við verðum að treysta því að það verði leitt til lykta með skýrum hætti,“ sagði Hafdís Hrönn. Hún sagði að á sama tíma væri það afleitt að almenningur á Gasa þurfi öll að þjást vegna ákvarðana nokkurra starfsmanna stofnunarinnar. Sigmar tók undir það og sagði mjög mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem við þurfum að gera. Sem sé að aðstoða fólk sem sé „verið að sprengja í tætlur“. Það sé ekki hægt að skera niður stuðning án þess að eiga um það samtal á réttum vettvangi. Hann gagnrýndi það mjög hvernig utanríkisráðherra fór fram í málinu og sagði það draga úr trúverðugleika að hann hafi ekki rætt málið við aðra ráðherra í ríkisstjórn eða formenn annarra flokka í ríkisstjórn. Sigmar sagði fulla ástæðu fyrir ráðherra til að eiga meira og betra samstarf um þessi mál. „Þarna var það bara þannig að utanríkisráðherra hljóp á sig. Hann gerði þetta í trássi við vilja Alþingis. Hann gerði þetta í trássi við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og mér finnst hann bara eiga að viðurkenna það,“ sagði Sigmar. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Orra Pál, Sigmar og Hafdísi hér að ofan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
UNRWA segir fjármagnið munu þrjóta í lok febrúar að óbreyttu Forsvarsmenn Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segja stofnunina ekki munu getað aðstoðað íbúa á Gasa og viðhalda aðgerðum á svæðinu lengur en til loka febrúar ef framlög til hennar verða skert. 29. janúar 2024 11:59