Strákarnir virtust skemmta sér vel en Patrekur Jaime og Bassi Maraj voru í sérflokki í hópnum. Þar var ekkert gefið eftir og menn létu finna fyrir sér.
Patrekur var ívið betri en Bassi í þeirra bardaga og lét högginn hreinlega dynja á vini sínum.
Patti endaði síðan á því að berjast við Eriku Nótt Einarsdóttur sem er 16 ára Íslandsmeistari í boxi. Það fór ekki svo vel fyrir Patrek.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á alla þættina af Æði á Stöð 2+.