Víkingur og KA skildu jöfn, ÍA skoraði sex og Þór lagði HK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 20:35 Sveinn Margeir liggur hér í leik gegn Víkingum en hann skoraði jöfnunarmarkið í dag. Vísir/Hulda Margrét Fjöldinn allur af leikjum fór fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkinga gerðu 1-1 jafntefli við KA á meðan ÍA vann Dalvík/Reyni 6-0. A-deild, riðill 4 Víkingur tók á móti KA í Víkinni í dag. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins þangað til í uppbótartíma. Þá fengu gestirnir vítaspyrnu sem Sveinn Margeir Hauksson skoraði úr. Þessi lið eru í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Það sama á við um ÍA og Dalvík/Reyni sem mættust í Akraneshöllinni. Þar unnu heimamenn gríðarlega þægilegan sigur. Ingi Þór Sigurðsson og Hinrik Harðarson skoruðu báðir tvívegis á meðan þeir Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu sitthvort markið. KA er á toppi riðilsins með 7 stig eftir að hafa spilað fjóra leiki. ÍA kemur þar á eftir með 6 stig og leik til góða á toppliðið. Víkingur er í 4. sæti með fimm stig eftir þrjá leiki en Dalvík/Reynir rekur lestina án stiga. A-deild, riðill 3 HK tók á móti Þór Akureyri í riðli 3 í A-deild. Þar reyndust gestirnir sterkari þrátt fyrir að spila í Lengjudeildinni á komandi leiktíð á meðan HK leikur í Bestu deildinni. Þór skoraði sitthvort markið í sitthvorum hálfleiknum og vann 2-0 sigur. Ingimar Arnar Kristjánsson með það fyrra og Aron Ingi Magnússon það seinna. A-deild, riðill 1 Í riðli 1 vann Grindavík 1-0 sigur á Vestra. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson með markið. Sigurliðið í dag er á toppi riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki. Vestri er með eitt stig eftir þrjá leiki. A-deild, riðill 2 Í riðli 2 vann ÍR 1-0 útisigur á Fylki. Bragi Þór Bjarkason með markið þar. Þá vann Þróttur Reykjavík 2-1 sigur á ÍBV. Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir en Tómas Bent Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þannig metin. Það var svo Eiríkur Þorsteinsson Blöndal sem tryggði Þrótti sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. ÍR er í 2. sæti með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þróttur er með 6 stig eftir jafn marga leiki á meðan Fylkir er með 3 stig eftir fjóra leiki og ÍBV er án stiga eftir að hafa spilað þrjá leiki. Fótbolti Lengjubikar karla Víkingur Reykjavík KA ÍA Þór Akureyri HK Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
A-deild, riðill 4 Víkingur tók á móti KA í Víkinni í dag. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins þangað til í uppbótartíma. Þá fengu gestirnir vítaspyrnu sem Sveinn Margeir Hauksson skoraði úr. Þessi lið eru í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Það sama á við um ÍA og Dalvík/Reyni sem mættust í Akraneshöllinni. Þar unnu heimamenn gríðarlega þægilegan sigur. Ingi Þór Sigurðsson og Hinrik Harðarson skoruðu báðir tvívegis á meðan þeir Steinar Þorsteinsson og Viktor Jónsson skoruðu sitthvort markið. KA er á toppi riðilsins með 7 stig eftir að hafa spilað fjóra leiki. ÍA kemur þar á eftir með 6 stig og leik til góða á toppliðið. Víkingur er í 4. sæti með fimm stig eftir þrjá leiki en Dalvík/Reynir rekur lestina án stiga. A-deild, riðill 3 HK tók á móti Þór Akureyri í riðli 3 í A-deild. Þar reyndust gestirnir sterkari þrátt fyrir að spila í Lengjudeildinni á komandi leiktíð á meðan HK leikur í Bestu deildinni. Þór skoraði sitthvort markið í sitthvorum hálfleiknum og vann 2-0 sigur. Ingimar Arnar Kristjánsson með það fyrra og Aron Ingi Magnússon það seinna. A-deild, riðill 1 Í riðli 1 vann Grindavík 1-0 sigur á Vestra. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson með markið. Sigurliðið í dag er á toppi riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki. Vestri er með eitt stig eftir þrjá leiki. A-deild, riðill 2 Í riðli 2 vann ÍR 1-0 útisigur á Fylki. Bragi Þór Bjarkason með markið þar. Þá vann Þróttur Reykjavík 2-1 sigur á ÍBV. Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir en Tómas Bent Magnússon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þannig metin. Það var svo Eiríkur Þorsteinsson Blöndal sem tryggði Þrótti sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. ÍR er í 2. sæti með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þróttur er með 6 stig eftir jafn marga leiki á meðan Fylkir er með 3 stig eftir fjóra leiki og ÍBV er án stiga eftir að hafa spilað þrjá leiki.
Fótbolti Lengjubikar karla Víkingur Reykjavík KA ÍA Þór Akureyri HK Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira