Skiptir úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 07:30 William Cole Campbell í leik með Borussia Dortmund í æfingarleik á móti AZ Alkmaar. Getty/Samuel Carreno Gadea William Cole Campbell hefur ákveðið að feta sömu slóð og Aron Jóhannsson og velja það frekar að spila fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024 Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024
Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira