Oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land krefja Heiðu skýringa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2024 06:34 Oddvita Sjálfstæðisflokksins saka Heiðu Björgu Hilmisdóttur um að hafa unnið þvert á vilja sveitarfélaganna. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Í greininni segir að oddvitarnir fagni nýgerðum kjarasamningum en á sama tíma hafi „aðþrengd“ sveitarfélögin fengið í fangið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Meginkrafan á sveitarfélögin hefði frá upphafi snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum, sem sveitarfélögin hefðu ætlað að bregðast við en hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefðu fyrst verið kynntar á fundi fyrir rúmum tveimur vikum. Um það bil 50 fulltrúar sveitarfélaga hefðu verið viðstaddir umræddan fund og það komið flestum á óvart að sveitarfélögin væru allt í einu orðin lykilbreyta í kjaraviðræðunum og með þessum hætti. Andstaðan á fundinum hefði verið nær einróma og ekki einskorðast við Sjálfstæðisflokkinn. „Brún okkar sveitarstjórnarmanna þyngdist enn þegar í ljós kom að viðræður formannsins við ríkisvaldið hófust í upphafi árs og var framhaldið í lok janúar eða mánuði áður en sveitarstjórnarfólki var kynnt þessi hugmynd.“ Annar fundur var haldinn 1. mars og enn var mikil mótstaða meðal flestra sem tjáðu sig, segja oddvitarnir. Stjórn sambandsins samþykkti í framhaldinu eftirfarandi bókun: „Stjórn Sambandsins óskar eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Stjórnin er reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð.“ Oddvitarnir segja formanninn hins vegar ekki hafa unnið samkvæmt vilja sveitarstjórna né bókun stjórnar og þá hafi hún haldið því ranglega fram í fjölmiðlum að sátt ríkti um framkvæmdina. „Í dag hittast sveitarstjórnarfulltrúar af öllu landinu á ársþingi Sambandsins og þar er afar mikilvægt að formaðurinn skýri aðkomu sína að kjarasamningsgerð á almennum markaði,“ segja oddvitarnir að lokum. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla - og menntamál Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
„Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Í greininni segir að oddvitarnir fagni nýgerðum kjarasamningum en á sama tíma hafi „aðþrengd“ sveitarfélögin fengið í fangið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Meginkrafan á sveitarfélögin hefði frá upphafi snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum, sem sveitarfélögin hefðu ætlað að bregðast við en hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefðu fyrst verið kynntar á fundi fyrir rúmum tveimur vikum. Um það bil 50 fulltrúar sveitarfélaga hefðu verið viðstaddir umræddan fund og það komið flestum á óvart að sveitarfélögin væru allt í einu orðin lykilbreyta í kjaraviðræðunum og með þessum hætti. Andstaðan á fundinum hefði verið nær einróma og ekki einskorðast við Sjálfstæðisflokkinn. „Brún okkar sveitarstjórnarmanna þyngdist enn þegar í ljós kom að viðræður formannsins við ríkisvaldið hófust í upphafi árs og var framhaldið í lok janúar eða mánuði áður en sveitarstjórnarfólki var kynnt þessi hugmynd.“ Annar fundur var haldinn 1. mars og enn var mikil mótstaða meðal flestra sem tjáðu sig, segja oddvitarnir. Stjórn sambandsins samþykkti í framhaldinu eftirfarandi bókun: „Stjórn Sambandsins óskar eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Stjórnin er reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð.“ Oddvitarnir segja formanninn hins vegar ekki hafa unnið samkvæmt vilja sveitarstjórna né bókun stjórnar og þá hafi hún haldið því ranglega fram í fjölmiðlum að sátt ríkti um framkvæmdina. „Í dag hittast sveitarstjórnarfulltrúar af öllu landinu á ársþingi Sambandsins og þar er afar mikilvægt að formaðurinn skýri aðkomu sína að kjarasamningsgerð á almennum markaði,“ segja oddvitarnir að lokum.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla - og menntamál Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira