„Þakklát afmæliskona. Valrún eignast litla systur í ágúst,“ skrifar Eva við færsluna. En Eva átti afmæli sama dag og þau tilkynntu að von væri á stúlku í lok sumars. Fyrir eiga þau dótturina Valrúnu sex ára.
Eva Katrín rekur verslunina Andrá ásamt mágkonu sinni, systur Ragnars. Þar selja þær kvenmansföt frá alþjóðlegum merkjum þar sem skandinavísk hönnun er í forgrunni.
Ragnar starfaði áður sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Nú er hann fréttamaður á Ríkisútvarpinu og hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu og góða útvarpsrödd.