Neitar að spila fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 16:45 Ben White í leik með Arsenal í Meistaradeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Gareth Southgate vildi velja Ben White í enska landsliðshópinn en Arsenal maðurinn vill ekki spila með landsliðinu. Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024 Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira
Southgate valdi 25 manna hóp fyrir komandi vináttulandsleiki við Brasilíu og Belgíu og White er skiljanlega ekki í hópnum. Jarrad Branthwaite hjá Everton og Anthony Gordon hjá Newcastle eru aftur á móti í hópnum í fyrsta sinn. Bakverðirnir Kieran Trippier, Trent Alexander-Arnold og Reece James eru allir að glíma við meiðsli og því hefði vissulega verið þörf fyrir White í hópnum. England coach Southgate: We had a call from Arsenal last week to say that Ben White didn t want to be considered for England squads . pic.twitter.com/tZbqsF1H5i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 14, 2024 White var í HM-hópnum fyrir mótið í Katar árið 2022 en yfirgaf hópinn vegna persónulegra ástæðna. Sögusagnir voru um rifrildi milli hans og landsliðsþjálfarans Southgate og aðstoðarmanns hans Steve Holland. „Ég og John McDermott, fengum símtal frá Edu [yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsemal] í síðustu viku og hann tjáði okkur að Ben vildi ekki vera valinn í enska landsliðið að þessu sinni,“ sagði Gareth Southgate á blaðamannafundi. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er það mikil synd. Hann er leikmaður sem ég er virkilega hrifinn af. Hann fór með okkur á EM þegar hann var hjá Brighton og við völdum hann líka í HM-hópinn,“ sagði Southgate. „Ég talaði við hann eftir HM í Katar af því að ég vildi velja hann aftur í hópinn en hann var þá hikandi. Ég veit ekki alveg af hverju en ég verð að virða það. Ég vil samt halda dyrunum opnum fyrir hann því hann er góður leikmaður. Ég tel að hann sé leikmaður sem geti skipt máli fyrir enska landsliðið,“ sagði Southgate. Þessar fréttir berast af Ben White í sömu viku og hann framlengdi samning sinn við Arsenal til ársins 2028. Gareth Southgate says Ben White did not want to be considered for his England squad pic.twitter.com/pF8Lq1Klo9— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 14, 2024
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Sjá meira