Þriðja árið í röð mætast liðin í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
„Það er ekkert annað í boði en að takast á við þetta verkefni. Þetta er orðið að svolítilli hefð. Þrjú ár í röð,“ sagði Pep Guardiola.
„Þetta eru kóngar keppninnar. Svoleiðis er það bara. Vonandi verður við á góðum stað þegar kemur að leiknum. Það eru nokkrar vikur i fyrri leikinn,“ sagði Guardiola.
Í fyrra mættust liðin í undanúrslitunum. Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli á Spáni en Manchester City vann seinni leikinn 4-0 á heimavelli þar sem Bernando Silva skoraði tvö mörk og þeir Manuel Akanji og Julián Álvarez skoruðu hin mörkin.
Tímabilið á undan mættust liðin líka í undanúrslitum og þar vantaði ekki dramatíkina. Manchester City vann fyrri leikinn 4-3 á heimavelli en Real Madrid þann seinni 3-1 eftir framlengingu.
City var þá í góðum málum og 1-0 yfir undir lok leiksins. Rodrygi skoraði þá tvö mörk með örstuttu millibili, á 90. og 90.+1 og tryggði spænska liðinu framlengingu. Karim Benzema skaut Real síðan í úrslitaleikinn í framlengingunni.
Guardiola on Real Madrid vs City in UCL: It looks like little bit of a tradition, three years in a row playing the kings of the competition! .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 15, 2024
Hopefully we arrive in a good moment. Second leg at home, it is what it is . pic.twitter.com/TklxCOgcya