Martin missti af leik Alba Berlin í Euroleague í vikunni þar sem var staddur á fæðingadeildinni ásamt Önnu Maríu Baldursdóttur unnustu sinni sem eignaðist þeirra annað barn.
Hann var hins vegar kominn aftur í leikmannahóp Alba Berlin í dag sem tók á móti Tigers Tubingen í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Leikurinn reyndist auðveldur fyrir lið Alba sem vann öruggan 112-69 sigur og er því áfram í þriðja sæti deildarinnar.
Martin lék í rúmar 20 mínútur í leiknum og skoraði 15 stig auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Alba Berlin er í þriðja sæti deildarinnar en á leiki til góða á liðin fyrir ofan sig í töflunni.