Alves áfrýjaði fjögurra og hálfs árs dómi fyrir að nauðga konu á salerni á skemmtistað í Barcelona. Hann breytti vitnisburði sínum marg oft eða í takt við það að ný sönnunargögn komu fram í málinu.
It was former Barcelona player Memphis Depay who made the 1m payment to get Dani Alves out of prison.
— Barça Universal (@BarcaUniversal) March 25, 2024
@mfcbqtr pic.twitter.com/c1HNREs2t7
Alves er sá fótboltamaður sem hefur unnið næstflesta titla á ferlinum en flesta þeirra vann hann með Barcelona. Alls vann hann 43 titla á ferlinum eða einum færri en Lionel Messi. Alves er líka þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Brasilíu.
Alves sóttist eftir því að losna úr fangelsi eftir að dómnum var áfrýjað og dómarinn varð við ósk hans. Alves þurfti aftur á móti að borga háa tryggingu til að sleppa út eða eina milljón evra. Það gerir hvorki meira né minna en 150 milljónir króna.
Neymar hafði borgað fyrir lögfræðikostnað Dani Alves en faðir Neymars tilkynnti að fjölskyldan væri hætt að láta Alves fá pening eftir að hann var dæmdur sekur.

Alves var því fastur í fangelsi á meðan hann gat ekki útvegað þennan pening. Hann hélt greinilega áfram að betla pening hjá fyrrum liðfélögum sínum. Alves gat ekki borgað trygginguna sjálfur því eignir hans og reikningar hafa verið frystir.
Alves losnaði óvænt úr fangelsinu í gær og peningarnir komu ekki frá Neymar heldur öðum gömlum liðsfélaga hjá Barcelona. Nokkrir miðlar, þar á meðal Caras og TUDN, hafa heimildir fyrir því að hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay hafi borgað trygginguna fyrir hann.
Hinn fertugi Alves má ekki hafa samskipti við fórnarlambið og má ekki koma innan við kílómetra frá vinnustað hennar eða heimili. Hann þarf að láta vita af sér í hveri viku