Í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands segir að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hafi hækkaði um 2,1 prósent (áhrif á vísitöluna 0,40 prósent). Flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 9,9 prósent (0,16 prósent).
Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 6,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,7 prósent.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2024, sem er 620,3 stig, gildi til verðtryggingar í maí 2024.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er:
Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.