Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 13:00 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Savostyanov Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Viðvöruninni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Eftir árásina hafa Rússar haldið því fram að viðvörunin hafi verið almenn eðlis og hún hefði ekki dugað til að koma í veg fyrir árásina. Rússneskir ráðamenn og málpípur Kreml í ríkisreknum fjölmiðlum Rússlands hafa einnig haldið því fram að Úkraínumenn hafi staðið að baki árásinni og jafnvel Bandaríkjamenn og Bretar einnig. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post voru Bandaríkjamenn nokkuð vissir í sinni sök um upplýsingarnar sem þeir höfðu komið höndum yfir og var viðvörunin sem send var til Moskvu því ítarlegri en gengur og gerist. Degi eftir að viðvörunin var send til Rússlands, var opinber viðvörun birt af sendiráði Bandaríkjanna í Rússlandi. Það var þann 7. mars og var fólk varað við því að sækja tónleika eða aðra staði þar sem fjölmenni safnast saman næstu tvo sólarhringa. Þann sama dag lýstu forsvarsmenn öryggisstofnanna í Rússlandi því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna Íslamska ríkisins á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Reuters sagði einnig frá því í vikunni að yfirvöld í Íran hefðu varað Rússa við hættu á umfangsmikilli hryðjuverkaárás í Rússlandi. Fregnirnar vekja upp spurningar um það hvernig Rússum tókst ekki að koma í veg fyrir árásina mannskæðu. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Beina spjótum sínum að Úkraínu Þann 22. mars ruddust fjórir menn inn í Crocus-tónleikahöllina og hófu þar skothríð. Þeir eru taldir hafa hleypt af um fimm hundruð skotum, kveikt í húsinu og flúið á um þrettán mínútum. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp í tónleikahöllinni því til staðfestingar skömmu eftir að mennirnir flúðu. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar og sagðir á leið til Úkraínu. Pútín og aðrir hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að mynda „glugga“ fyrir mennina á víggirtum landamærum Úkraínu og Rússlands. Mennirnir fjórir eru frá Tadsíkistan en störfuðu í Rússlandi. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Sergei Naryshkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar SVR, sagði í samtali við fréttaveituna Interfax, sem rekin er af rússneska ríkinu, í gær að viðvörun Bandaríkjamanna hefði verið of almenn og ekki gert Rússum kleift að bera kennsl á þá sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB (áður KGB), hafði áður slegið á svipaða strengi. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, sagði í morgun að hægt væri að rekja árásina til leyniþjónusta Úkraínu og að allir vissu að Úkraínumenn væru undir stjórn ráðamanna í Washington DC. Ráðamenn í Úkraínu, Bandaríkjunum og Bretlandi segja það þvælu að þeir hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Rússar hafa ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti. Sagðir skrá sig í herinn í leit að hefnd Sérfræðingar í málefnum Rússlands segja yfirlýsingar ráðamanna þar um aðkomu Úkraínumanna að mestu ætlaðar rússnesku þjóðinni. Þeim sé ætlað að auka samstöðu þjóðarinnar um innrásina í Úkraínu, sem hefur nú staðið yfir í rúm tvö ár. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun er því haldið fram að mikil fjölgun hafi orðið á fjölda þeirra sem ganga til liðs við rússneska herinn í kjölfar árásarinnar. Í yfirlýsingunni segir að á þessu ári hafi rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig í herinn og þar af um sextán þúsund á undanförnum tíu dögum. Þá segir í yfirlýsingunni að flestir sem skrái sig í herinn hafi lýst því yfir að þeir vilji hefna þeirra sem féllu í árásinni á tónleikahöllina. Það sé helsta ástæða þess að þeir skráðu sig. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bretland Hernaður Tadsíkistan Afganistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Viðvöruninni hefði verið ætlað að „ógna“ rússnesku samfélagi og efla til deilna. Eftir árásina hafa Rússar haldið því fram að viðvörunin hafi verið almenn eðlis og hún hefði ekki dugað til að koma í veg fyrir árásina. Rússneskir ráðamenn og málpípur Kreml í ríkisreknum fjölmiðlum Rússlands hafa einnig haldið því fram að Úkraínumenn hafi staðið að baki árásinni og jafnvel Bandaríkjamenn og Bretar einnig. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post voru Bandaríkjamenn nokkuð vissir í sinni sök um upplýsingarnar sem þeir höfðu komið höndum yfir og var viðvörunin sem send var til Moskvu því ítarlegri en gengur og gerist. Degi eftir að viðvörunin var send til Rússlands, var opinber viðvörun birt af sendiráði Bandaríkjanna í Rússlandi. Það var þann 7. mars og var fólk varað við því að sækja tónleika eða aðra staði þar sem fjölmenni safnast saman næstu tvo sólarhringa. Þann sama dag lýstu forsvarsmenn öryggisstofnanna í Rússlandi því yfir að komið hefði verið í veg fyrir árás vígamanna Íslamska ríkisins á bænahús gyðinga í Moskvu. Sjá einnig: Voru sérstaklega varaðir við árás frá ISKP Reuters sagði einnig frá því í vikunni að yfirvöld í Íran hefðu varað Rússa við hættu á umfangsmikilli hryðjuverkaárás í Rússlandi. Fregnirnar vekja upp spurningar um það hvernig Rússum tókst ekki að koma í veg fyrir árásina mannskæðu. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Beina spjótum sínum að Úkraínu Þann 22. mars ruddust fjórir menn inn í Crocus-tónleikahöllina og hófu þar skothríð. Þeir eru taldir hafa hleypt af um fimm hundruð skotum, kveikt í húsinu og flúið á um þrettán mínútum. Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni sem árásarmennirnir sjálfir tóku upp í tónleikahöllinni því til staðfestingar skömmu eftir að mennirnir flúðu. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar og sagðir á leið til Úkraínu. Pútín og aðrir hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi ætlað að mynda „glugga“ fyrir mennina á víggirtum landamærum Úkraínu og Rússlands. Mennirnir fjórir eru frá Tadsíkistan en störfuðu í Rússlandi. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Sergei Naryshkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar SVR, sagði í samtali við fréttaveituna Interfax, sem rekin er af rússneska ríkinu, í gær að viðvörun Bandaríkjamanna hefði verið of almenn og ekki gert Rússum kleift að bera kennsl á þá sem gerðu árásina. Alexander Bortnikov, yfirmaður FSB (áður KGB), hafði áður slegið á svipaða strengi. Nikolaí Patrúsjev, formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi yfirmaður FSB, sagði í morgun að hægt væri að rekja árásina til leyniþjónusta Úkraínu og að allir vissu að Úkraínumenn væru undir stjórn ráðamanna í Washington DC. Ráðamenn í Úkraínu, Bandaríkjunum og Bretlandi segja það þvælu að þeir hafi komið að árásinni með nokkrum hætti. Rússar hafa ekki sýnt fram á það með nokkrum hætti. Sagðir skrá sig í herinn í leit að hefnd Sérfræðingar í málefnum Rússlands segja yfirlýsingar ráðamanna þar um aðkomu Úkraínumanna að mestu ætlaðar rússnesku þjóðinni. Þeim sé ætlað að auka samstöðu þjóðarinnar um innrásina í Úkraínu, sem hefur nú staðið yfir í rúm tvö ár. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun er því haldið fram að mikil fjölgun hafi orðið á fjölda þeirra sem ganga til liðs við rússneska herinn í kjölfar árásarinnar. Í yfirlýsingunni segir að á þessu ári hafi rúmlega hundrað þúsund manns skráð sig í herinn og þar af um sextán þúsund á undanförnum tíu dögum. Þá segir í yfirlýsingunni að flestir sem skrái sig í herinn hafi lýst því yfir að þeir vilji hefna þeirra sem féllu í árásinni á tónleikahöllina. Það sé helsta ástæða þess að þeir skráðu sig.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Hryðjuverkaárás í Moskvu Úkraína Bretland Hernaður Tadsíkistan Afganistan Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01
Herkvaðningaraldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 3. apríl 2024 06:32
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00