Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2024 20:06 Þegar Gylfi er í miklu prjónastuði getur hann hæglega prjónað fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira