Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:01 Shai Gilgeous-Alexander spilaði 16 mínútur og skoraði 15 stig í kvöld. Joshua Gateley/Getty Images Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024
Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn