„Við erum hérna að aðstoða skattyfirvöld að innsigla staðinn, það er það eina sem ég get sagt þér,“ segir Unnar Már Ástþórssson, aðalvarðstjóri, í samtali við Vísi.
Skemmtistaðnum hefur nokkuð ítrekað verið lokað af lögreglu á undanförnum misserum, einkum vegna þess að of margir hafi verið inni á staðnum og eitthvað af ungmennum. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, í september í fyrra að hann hefði sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögreglu gagnvart honum.
Má ekki heita B5
Þá rataði staðurinn í fréttir skömmu eftir að Sverrir Einar eignaðist forvera hans Bankastræti club. Þá sagðist hann ætla að endurvekja gamla B5 en fékk í kjölfarið á sig lögbann við notkun þess heitis.
Þá brá hann á það ráð að kalla staðinn einfaldlega B um skamma stund en ákvað svo að láta slag standa og kalla staðinn B5.
Að sögn lögmanns lögbannsbeiðenda eru málaferli um lögbannið enn í gangi og það því í fullu gildi.
Fréttin hefur verið uppfærð.