Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Ólafur Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2024 17:16 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra,. Visir/ Hulda Margrét Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. „Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
„Svosem ekkert frábær leikur að okkar hálfu. Við hefðum getað gert töluvert betur. Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ragir að senda boltann, eins og við værum með það stimplað inní okkur að við yrðum að vinna leikinn og það er þung byrgði að hafa,“ sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra í samtali við Vísi eftir leik. Hann bætti svo við: „Fyrri hálfleikur litast af því. Ég er ofboðslega sáttur við mína stráka að finna leið, þetta snýst um það. Gríðarlega sáttur að mitt lið hafi fundið leið til að ná í þrjú stig.“ Vestri var búið að herja mikið á mark HKinga í seinni hálfleik áður en markið kom á 72. mínútu. Vestramenn virtust vera orðnir þreyttir en Davíð svaraði því neitandi að trúin á því að markið kæmi hefði dofnað. „Við horfum samt til þess að við vorum frekar seinir í okkar færslum og þungir á okkur. Orkustigið var ekki alveg rétt hjá okkur en var stoltur af liðinu að finna leiðir í dag. Nú þurfum við að fara á næstu æfingu og bæta það sem betur má fara.“ Eiður Aron Sigurbjörnsson leikmaður Vestra fer meiddur útaf á 56. mínútu eftir harkalega tæklingu Atla Þórs leikmanns HK. Atli Þór uppskar gult spjald en líklega hefði það átt að vera annar litur. Davíð Smári fékk gult spjald í mótmælunum við þessu atviki og hafði þetta um málið að segja: „Tilfinningar í þessu, ég sá strax að hann var alvarlega meiddur og það bætir aðeins í hegðunina hjá manni. Maður er tengdur leikmönnum, liðinu og ég sé að hann biður strax um skiptingu þá fer hrollur um mann. Maður hagar sér kannski stundum eins og kjáni. Ég var gríðarlega ósáttur með þetta. Þetta leit út eins rautt spjald hjá mér.“ sagði Davíð og bætti við um meiðsli Eiðs: „Eiður er mögulega alvarlega meiddur. Það er erfitt að segja núna en ég á frekar von á því að þetta verði ekki góðar fréttir heldur en góðar.“ Vestri hefur nú unnið þrjá leiki í röð með bikarleiknum í vikunni. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn FH í Kaplakrika. Davíð býst við hörkuleik en segir ýmislegt þurfa að breytast. „Þetta var ekki okkar besta frammistaða í dag þrátt fyrir að við höfum náð þessum þremur stigum. Við þurfum að bæta okkur, það er klárt!“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Mest lesið Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Elías fór meiddur af velli á móti Porto Fótbolti Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Sport „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira