„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. maí 2024 21:28 Þorleifur Ólafsson var hundfúll með frammistöðu sinna kvenna í kvöld Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Njarðvíkingar náðu upp 20 stiga forskoti þegar mest var en sóknarleikur Grindvíkinga var hvorki fugl né fiskur á löngum köflum, þá sérstaklega í 3. leikhluta. „Bara virkilega lélegt sóknarlega, leyfðum þeim að stjórna því sem við vorum að gera. Bara lélegt yfir höfuð.“ Njarðvíkingar héldu veislu í teig Grindavíkur í kvöld, sóttu 19 sóknarfráköst og Isabella Sigurðardóttir skoraði 21 stig. Það var engu líkara en Grindvíkingar hefðu gleymt hvernig á að stíga út. „Það var mjög lélegt. Eins vel og við fráköstuðum síðast þá náðum við ekki að fylgja því eftir núna og þær voru bara grimmari. Á mörgum sviðum. Þegar góðar varnir komu hjá okkur náðu þær að taka sóknarfráköst alltof oft. Bara virkilega léleg frammistaða heilt á litið. Ég var ánægður með kraftinn í restina, einhvern veginn að gefa þessu séns. Við gáfumst ekki upp en það gekk ekkert upp sóknarlega og við þurfum að laga það.“ Þorleifur var ekkert endilega viss um að hans konur gætu byggt á þessu áhlaupi í restina í næsta leik og taldi einsýnt að þær þyrftu að rífa sig í gang nú þegar bakið er komið upp við vegginn fræga. „Selena var náttúrulega út af á þessum tíma og hún er rosalega mikið með boltann. Við svona gengum á lagið og náðum einhverju áhlaupi en það er ekki nóg að koma bara með einhvern kraft í restina og ætlast til að vinna þetta þá. Njarðvík var bara miklu betri í kvöld og ef við ætlum eitthvað að halda okkur inni í þessari úrslitakeppni þurfum við að gjöra svo vel og rífa okkur í gang.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu