Glódís Perla þýskur meistari annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2024 11:55 Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar fagna hér sigri og titli Bayern München í dag. Getty/Christof Koepsel/ Glódís Perla Viggósdóttir og félagar hennar í Bayern München tryggðu sér í dag þýska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Bayer Leverkusen á útivelli. Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn. Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Botnliðið mætir á Krókinn „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Sjá meira
Með þessum sigri náði Bayern sjö stiga forskoti á Wolfsburg þegar það eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur því tryggt sér titilinn. Lið Bayern og Wolfsburg mætast síðan í bikarúrslitaleiknum á fimmtudaginn og þar getur Bayern því unnið tvöfalt. Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en hún sem fyrirliði liðsins tók á móti bikarnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í hóp hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen en hún er þar á láni frá Bayern. Karólína Lea spilaði fyrstu 78 mínúturnar í leiknum. Enska landsliðskonan Georgia Stanway kom Bayern í 1-0 á 18. mínútu með marki af stuttu færi eftir harðfylgni og undirbúning Jovönu Damnjanovic. Stuttu síðar gerði Glódís mistök þegar hún missti frá sér boltann og varð í framhaldinu að taka á sig gult spjald. Sjaldséð mistök hjá okkar konu. Staðan var síðan orðin 2-0 á 27. mínútu eftir mark frá Lindu Dallmann. Markið kom eftir hornspyrnu. Nikola Karczewska minnkaði muninn fyrir Leverkusen á 63. mínútu með umdeildu marki. Aðstoðardómarinn dæmdi þá að boltinn hefði farið yfir línuna en það var erfitt að sjá það á á sjónvarpsmyndunum hvort það var rétt hjá henni eða ekki. Það er hins vegar engin marklínutækni í þýska kvennaboltanum og því var ákvörðuninni ekki breytt. Við þetta mark kom aftur spenna í leikinn. Það litu aftur á móti ekki fleiri mörk dagsins ljós og því var bæði sigur og titill Bayern kvenna í höfn.
Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Botnliðið mætir á Krókinn „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Sjá meira