Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 16:36 Málið varðaði vél WOW Air sem félagið leigði frá ALC. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar. Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira