Mari segir þau Elísu og Andra hafa unnið þetta saman og þau hafi alltaf ætlað sér að brjóta metið saman. Þau Mari Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir slógu Íslandsmet í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð í hádeginu. Þá höfðu þau hlaupið 51 hring, 341,7 kílómetra, frá því á laugardagsmorgun.
Garpur Elísabetarson fylgist með hlaupinu og tók viðtal við Mari þegar hlaupi lauk sem hægt er að horfa á hér að neðan.
„Við ákváðum að það skiptir ekki máli hver vinnur þetta hlaup,“ segir Mari og að það sé svo fallegt við þetta hlaup hvað allir styðja hvern annan.
Spurð hvað sé næst sagði Mari það allavega ekki barneignir en að hún ætlaði að halda áfram að hlaupa í sumar.
Fyrsta nóttin erfið
Mari segist hafa komist að því eftir að hafa hlaupið stutta stund að hnéð væri bólgið og hún hafi þurft að þrauka í gegnum það. Fyrsta nóttin hafi einnig verið erfið og hún hafi þurft að fara mikið á klósettið en önnur nóttin hafi verið betri.
„Ég var svo hrædd um að ég yrði slenuð og ógeðslega þreytt. En þetta var bara fullkomið. Það var ekkert vesen. Ég hlustað á rólega tónlist og lagði mig,“ segir Mari.

Spurð hvort hún hafi gert eitthvað öðruvísi fyrir þetta hlaup segir Mari engu hafa breytt. Hún sé góð að plana hlaupin og sé vön að þreyta ekki líkamann að óþörfu.
Hlaupið var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og á Vísi allan sólarhringinn, alla helgina. Einnig var fylgst með því í vakt á Vísi sem er hægt að skoða hér að neðan.