Napoli leiðir kapphlaupið en Juventus tilbúið að láta Genoa fá tvo fyrir Albert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 11:30 Albert Guðmundsson er undir smásjá stærstu liða Ítalíu. getty/Image Photo Agency Svo virðist sem stærstu lið Ítalíu muni berjast um að kaupa Albert Guðmundsson í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt afar gott tímabil með Genoa í vetur. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Ítalski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert. Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn. Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone. Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024 Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira. Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.
Ítalski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Sjá meira