80 til 120 herskip lágu í Hvalfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2024 20:03 Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) eigandi Hernámsetursins í Hvalfirði, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á safninu, sem er til húsa á Hlöðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður. Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Maður verður hálf kjaftstopp að koma inn á safnið á Hlöðum því það er svo stórt og mununum skemmtilega raðað upp út um allt hús. Þegar Gauji tekur á móti hópum þá er hann uppi á sviði og talar í hljóðnema þannig að allt, sem hann hefur að segja skili sér örugglega til gesta. „Maður þarf náttúrulega að brenna fyrir málefninu og þetta er náttúrulega partur af okkar sögu og mér finnst rétt að segja hana og svo er þetta pínu þráhyggja en skemmtilegt samt,” segir Gaui og bætir við. „Þú þarft að vera hér um hálfan mánuð ef þú ætlar að sjá allt, sem er inn á safninu en þetta segir það sem þarf að segja um það sem gerðist hér. Hernám Breta, Bandaríkjamenn taka síðan við og síðan þessa skipalestir sem fóru héðan úr Hvalfirði. Hvalfjörðurinn var þunga miðja þessara atburða voru hér frá 1942 til 1945.” Safnið er einstaklega skemmtilegt og gaman að skoða það en það þarf að gefa sér góðan tíma í það því það er svo stórt og með mikið af merkilegum munum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gaui segir að það hafi verið um 58 til 60 þúsund hermenn á Íslandi þegar mest var en þar af voru um 28 þúsund hermenn í skipum í Hvalfirði en þar lágu alltaf á bilinu 80 til 120 skip á hverjum tíma. Það var alltaf töluvert talað um “ástandið” þegar hermennirnir voru á Íslandi og Gaui litli fjallar um það á setrinu sínu. „Sumar konur tala náttúrulega um að ástandið hafi verið slæmt og sumar tala um að það hafi bara verið mjög skemmtilegt og margar skemmtilegar sögur sem þær segja mér um ástandið en svo aðrar miður skemmtilegar, það er eins og gengur og gerist,” segir Gaui. Hernámssetrið er lokað yfir veturinn nema fyrir hópa en opið upp á gátt yfir sumarið. Gauji segir að sumarið leggist mjög vel í sig. „Já, mjög vel, komið þið og skoðið safnið og fáið ykkur kaffi og með því og kynnið ykkur þessa skemmtilega sögu,” segir Gaui litli. Forseti Íslands er einn af þeim, sem hefur skoðað Hernámssetrið og sendi Gaua sérstakt þakkarbréf af því tilefni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Söfn Hvalfjarðarsveit Hernaður Menning Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira